Færsluflokkur: Bloggar
Fréttin er röng. Rétt er að GM keypti 50% hlut í fyrirtækinu af Daimler AG (Mercedes Benz) árið 2007 og á þann hlut enn. Hinn helminginn átti fyrirtæki sem heitir Penske Corporation og þeir seldu Fiat sinn hlut 2011. Þannig að í dag eiga GM og Fiat fyrirtækið saman 50% hvor. Þetta má lesa á heimasíðu VM Motori ef menn vilja staðfestingu.
Jeep hefur notað mótora frá þessu fyrirtæki með hléum frá 1994, Range Rover var með vél frá þeim á tímabili og fleiri hafa notað þessa mótora t.d Ford, Toyota, Alfa Romeo, Fiat, Hyundai, Daewoo (núna Chevrolet) o.fl.
GM þróaði óvart vél fyrir Chrysler | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 17.7.2013 | 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Traktorasmiður vill kaupa Aston Martin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.12.2012 | 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"en fyrir tökuna var Lotus Evora, afturhjóladrifinn sportbíll frá Þýskalandi, fluttur sérstaklega til landsins"
Kannski var þessi bíll staðsettur í Þýskalandi en Þýskur er hann ekki, Lotus jafn breskur og breska drottningin.
Tóku upp dekkjaauglýsingu á Langjökli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 1.11.2012 | 08:43 (breytt kl. 08:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Allir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir framleiða jeppa, en enginn þeirra gerði það fyrir árið 1997"
Ekki alveg rétt, Mercedes Benz hefur selt G línuna (Geländewagen) síðan 1979. Að vísu hvorki hönnuðu þeir né smíða hann sjálfir, það var gert hjá Austurríska fyrirtækinu Steyr-Daimler-Puch og síðar Magna Steyr eftir að það fyrra fór á hausinn.
Frábær ferðafélagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 30.7.2012 | 14:18 (breytt 5.8.2012 kl. 08:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef Chevrolet merkið er tekið af þessum bíl þá stendur eftir bíll sem heitir Opel Insignia, hvort það er galli eða kostur verða menn að gera upp við sig sjálfir.
General Motor er núna í gríð og erg að markaðsetja Chevrolet í Evrópu og notfæra sér í þeirri markaðssetningu forna frægð hins "Ameríska Chevrolet" en gleyma að sjálfsögðu alveg að geta þess að bílarnir sem þeir eru að selja eru nánast eingöngu Kóreönsk framleiðsla frá því sem einu sinni hét Daewoo (heitir í dag GM Korea) eða þýsk ættaðir Opel.
Malibu er kominn aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 17.6.2012 | 14:04 (breytt 5.8.2012 kl. 08:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)