Fréttin er röng. Rétt er að GM keypti 50% hlut í fyrirtækinu af Daimler AG (Mercedes Benz) árið 2007 og á þann hlut enn. Hinn helminginn átti fyrirtæki sem heitir Penske Corporation og þeir seldu Fiat sinn hlut 2011. Þannig að í dag eiga GM og Fiat fyrirtækið saman 50% hvor. Þetta má lesa á heimasíðu VM Motori ef menn vilja staðfestingu.
Jeep hefur notað mótora frá þessu fyrirtæki með hléum frá 1994, Range Rover var með vél frá þeim á tímabili og fleiri hafa notað þessa mótora t.d Ford, Toyota, Alfa Romeo, Fiat, Hyundai, Daewoo (núna Chevrolet) o.fl.
GM þróaði óvart vél fyrir Chrysler | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.